Enski boltinn

Gazza fær hugsanlega fangelsisdóm

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Paul Gascoigne er líklega á leið í steininn eftir að hafa viðurkennt að hafa ekið fullur. Áfengismagnið í Gazza var rúmlega fjórum sinnum meira en leyfilegt er.

Dómarinn í máli hans mun fella úrskurð þann 11. nóvember.

Gazza hefur verið afar duglegur að koma sér í vandræði og þolinmæði dómstóla gagnvart föllnu knattspyrnuhetjunni fer þverrandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×