Enski boltinn

Leikmenn Chelsea spenntir fyrir að fá Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anelka mun faðma Rooney ef hann kemur til Chelsea.
Anelka mun faðma Rooney ef hann kemur til Chelsea.

Leikmenn Chelsea virðast vera opnir fyrir því að fá Wayne Rooney til félagsins en hann vill komast frá Man. Utd eins og öllum ætti að vera kunnugt um.

Nicolas Anelka er á meðal þeirra leikmanna Chelsea sem er spenntur fyrir að spila með Rooney.

"Það vita allir hversu frábær leikmaður hann er. Hann er meira en velkominn ef hann vill koma. Ég er samt ekki eigandi félagsins," sagði Anelka og Salomon Kalou er líka hrifinn af hugmyndinni.

"Wayne er frábær leikmaður. Hann hefur margsannað það. Þess vegna væri gott að hafa hann áfram í ensku úrvalsdeildinni."

John Terry, fyrirliði liðsins, hefur einnig talað jákvætt um að fá Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×