Enski boltinn

Newcastle vill ekki að Carroll spili á móti Frökkum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll (til vinstri) teygir hér á æfingu með enska landsliðinu.
Andy Carroll (til vinstri) teygir hér á æfingu með enska landsliðinu. Mynd/AP
Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Newcastle hafi lagt inn formlega beiðni hjá enska knattspyrnusambandinu að Andy Carroll verði ekki notaður í landsleik Englendinga og Frakka í kvöld.

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, ætlar að láta Andy Carroll byrja leikinn, en forráðamenn Newcastle vilja meina að leikmaðurinn sé meiddur og því ekki leikfær.

Andy Carroll er að glíma við nárameiðsli sem hann varð fyrir í leiknum á móti Fulham um síðustu helgi. Newcastle hefur miklar áhyggjur af afleiðingum þess ef hann gerir illt verra með því að reyna að spila á Wembley í kvöld.

Carroll sjálfur vill hinsvegar ólmur spila leikinn enda yrði þetta fyrsti A-landsleikurinn hans og ekki slæmt að byrja landsliðsferillinn á móti Frökkum á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×