Enski boltinn

Tveimur stjörnum frá titlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Harry Redknapp, stjóri Spurs, segir að sitt lið sé á hárréttri leið og þess sé ekki langt að bíða að Spurs muni berjast um titilinn.

"Við erum kannski ekki nema einum til tveimur frábærum leikmönnum frá titlinum. Ég er þá að tala um hágæðaleikmenn. Ef við fáum slíka leikmenn þá gætum við orðið meistarar á næstu tveim árum," sagði Redknapp kokhraustur.

"Hópurinn er nú þegar uppfullur af frábærum leikmönnum. Mönnum með mikla hæfileika. Stjórnarformaðurinn hefur staðið sig frábærlega og allan tímann haft trú á mér og mínum ákvörðunum. Þetta góða samstarf er ein ástæða þess að okkur gengur eins vel og raun ber vitni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×