Enski boltinn

Grétar í byrjunarliðinu en Eiður á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton.
Grétar Rafn Steinsson í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Bolton og Stoke eigast við í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.00 eins og fimm aðrir leikir í deildinni.

Grétar Rafn Steinsson er á sínum stað í byrjunarliði Bolton en Eiður Smári Guðjohnsen er sem fyrr á varamannabekk Stoke.

Í ensku B-deildinni tekur topplið QPR á móti Norwich City. Heiðar Helguson er í byrjunarliði QPR en hann hefur farið mjög vel af stað með liði sínu í haust.

Aron Einar Gunnarsson er í byjunarliði Coventry sem mætir Ipswich á útivelli. Hermann Hreiðarsson er hins vegar ekki í leikmannahópi Portsmouth sem mætir Watford enda enn að jafna sig á meiðslum sínum.

Þá eigast við Reading og Swansea í sömu deild. Hvorki Ívar Ingimarsson né Brynjar Björn Gunnarsson eru í leikmannahópi Reading í dag en báðir hafa átt við meiðsli að stríða.

Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Huddersfield sem mætir Southampton í ensku C-deildinni. Ármann Smári Björnsson er hins vegar á bekknum í hjá Hartlepool sem mætir Leyton Orient á útivelli í sömu deild.

Í Skotlandi er líka einn Íslendingur í eldlínunni en Eggert Gunnþór Jónsson er í byrjunarliði Hearts sem mætir Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×