Enski boltinn

Wenger: Wilshere átti skilið að fá rautt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jack Wilshere eftir að rauða spjaldið fór á loft í dag.
Jack Wilshere eftir að rauða spjaldið fór á loft í dag. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að rauða spjaldið sem Jack Wilshere fékk í lok leiks liðsins gegn Birmingham í dag hafi verið réttur dómur.

Wilshere fékk að fjúka út af fyrir ljóta tæklingu á Nikola Zigic en Arsenal vann leikinn, 2-1.

„Þetta virtist vera rautt spjald hvað mig varðar," sagði Wenger eftir leikinn. „Hann kom allt of seint inn í tæklinguna."

„Hann vildi þó ekki skaða leikmanninn. En það var snerting og það er erfitt að kvarta undan þessum dómi."

„Jack viðurkenndi sjálfur að hann átti þetta skilið. Hann eyddi þó ekki öllum leiknum í að sparka menn niður - hann var einn besti maður vallarins."

Wilshere er ekki nema átján ára gamall og þykir mikið efni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×