Innlent

Áhugasamir um gerð ísganga í Langjökli

Úr myndsafni. Íshellir á Langjökli.
Úr myndsafni. Íshellir á Langjökli.
Sérfræðingar komu nýverið á fund byggðarráðs Borgarbyggðar og kynntu hugmyndir um gerð ísganga í Langjökli. Óskuðu þeir eftir aðkomu sveitarfélagsins að undirbúningsfélagi um verkefnið. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.is

Það voru Hallgrímur Örn Arngrímsson jarðverkfræðingur og Ari Trausti Guðmundsson landfræðingur frá verkfræðistofunni Eflu sem kynntu verkefnið

Í frétt Skessuhorns segir að hugmyndin sé að gera ísgöng vestan til í Langjökli, norðan við Geitlandsjökul, en þangað liggur allgóður vegur frá vinsælum ferðaþjónustustöðum eins og Húsafelli og Reykholti. Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar hefur veitt rannsóknarleyfi fyrir verkefnið.

Hallgrímur segir að í raun sé ekkert vitað um hvort þetta sé framkvæmanlegt. „Rannsóknirnar munu leiða í ljós hvernig jökullinn bregst við, þéttleiki íssins, aflögunarhraði og ýmislegt annað sem svarar því hvort gerð ísganga sér raunhæf og hver hugsanlegt viðhald á svona mannvirki væri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×