Eiður: Ummæli Pulis komu mér á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2010 14:30 Eiður Smári í leik með Stoke. Nordic Photos / Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen er í ítarlegu viðtali við breska götublaðið The Sun í dag þar sem hann útskýrir af hverju hann ákvað að ganga til liðs við Stoke City. Eiður hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Stoke síðan hann kom til félagsins fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Tony Pulis, stjóri Stoke, sagði á dögunum að það hefði komið honum á óvart hversu slæmu formi hann væri í og að það gæti verið einhver bið í að hann gæti spilað heilan leik með Stoke. Eiður Smári var spurður út í þessi ummæli af blaðamanni The Sun. „Ummælin komu mér ekki í uppnám en þau komu mér nokkuð á óvart," sagði Eiður Smári. „Ég ræddi við Tony þegar ég skrifaði undir og allir hjá félaginu vissu að ég hafði verið útskúfaður hjá Monaco. Ég þurfti að æfa einn míns liðs og það er erfitt að vera á tánum í þanni aðstæðum." „Þegar Stoke kom til sögunnar var ég heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki æft almennilega á undirbúningstímabilinu. Ég þyrfti því að leggja mikið á mig til að ná öðrum leikmönnum hvað formið varðar." „En ég er tilbúinn núna. Ég spilaði í 90 mínútur með íslenska landsliðinu í vikunni og ég er klár í slaginn," sagði Eiður en hann var þó á bekknum þegar leikur Stoke og Bolton hófst núna klukkan 14.00. Hann var spurður hvort að það hefði verið erfitt að fara til félags eins og Stoke eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina með Chelsea og Meistaradeildina með Barcelona. Hvort honum þætti að ferill hans væri á niðurleið. „Nei, alls ekki. Mér fannst þetta frábært skref fyrir mig," sagði Eiður Smári. „Ég var ólmur í að byrja að spila aftur, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það má heldur ekki gleyma því að ég hóf feril minn hjá Bolton, félag sem er mjög líkt Stoke. Þess vegna er ég að vonast til þess að ég geti komið ferli mínum aftur af stað hér hjá Stoke því ég er viss um að ég eigi nokkur ár eftir." „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og mér finnst ég vera velkominn hér. En það var einn fyrrum leikmaður sem sagðist vona að ég væri ekki hingað kominn bara til að hirða launatékkann. Ég man ekki hvað hann heitir en ég hló að þessu." „Ég hefði vel getað verið áfram í Monaco og hirt mín góðu laun þar og notið strandarinnar um leið - með fullri virðingu fyrir Stoke." Því næst var hann spurður hversu vel hann passaði við leikstíl Stoke, þar sem hann væri leikmaður sem væri góður á bolta og laglega takta - eitthvað sem Stoke er alls ekki þekkt fyrir. „Það hefur ýmislegt verið látið flakka um að Stoke væri lið sem beitti löngum sendingum og notaði löng innköst. En liðið snýst um meira en það." „Já, við erum öflugt lið sem erfitt er að vinna. En við erum líka með nokkra spennandi leikmenn. Vonandi fá mínir hæfileikar að njóta sín í liðinu og ég get bætt einhverju öðruvísi við leik liðsins." Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er í ítarlegu viðtali við breska götublaðið The Sun í dag þar sem hann útskýrir af hverju hann ákvað að ganga til liðs við Stoke City. Eiður hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Stoke síðan hann kom til félagsins fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Tony Pulis, stjóri Stoke, sagði á dögunum að það hefði komið honum á óvart hversu slæmu formi hann væri í og að það gæti verið einhver bið í að hann gæti spilað heilan leik með Stoke. Eiður Smári var spurður út í þessi ummæli af blaðamanni The Sun. „Ummælin komu mér ekki í uppnám en þau komu mér nokkuð á óvart," sagði Eiður Smári. „Ég ræddi við Tony þegar ég skrifaði undir og allir hjá félaginu vissu að ég hafði verið útskúfaður hjá Monaco. Ég þurfti að æfa einn míns liðs og það er erfitt að vera á tánum í þanni aðstæðum." „Þegar Stoke kom til sögunnar var ég heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki æft almennilega á undirbúningstímabilinu. Ég þyrfti því að leggja mikið á mig til að ná öðrum leikmönnum hvað formið varðar." „En ég er tilbúinn núna. Ég spilaði í 90 mínútur með íslenska landsliðinu í vikunni og ég er klár í slaginn," sagði Eiður en hann var þó á bekknum þegar leikur Stoke og Bolton hófst núna klukkan 14.00. Hann var spurður hvort að það hefði verið erfitt að fara til félags eins og Stoke eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina með Chelsea og Meistaradeildina með Barcelona. Hvort honum þætti að ferill hans væri á niðurleið. „Nei, alls ekki. Mér fannst þetta frábært skref fyrir mig," sagði Eiður Smári. „Ég var ólmur í að byrja að spila aftur, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það má heldur ekki gleyma því að ég hóf feril minn hjá Bolton, félag sem er mjög líkt Stoke. Þess vegna er ég að vonast til þess að ég geti komið ferli mínum aftur af stað hér hjá Stoke því ég er viss um að ég eigi nokkur ár eftir." „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir og mér finnst ég vera velkominn hér. En það var einn fyrrum leikmaður sem sagðist vona að ég væri ekki hingað kominn bara til að hirða launatékkann. Ég man ekki hvað hann heitir en ég hló að þessu." „Ég hefði vel getað verið áfram í Monaco og hirt mín góðu laun þar og notið strandarinnar um leið - með fullri virðingu fyrir Stoke." Því næst var hann spurður hversu vel hann passaði við leikstíl Stoke, þar sem hann væri leikmaður sem væri góður á bolta og laglega takta - eitthvað sem Stoke er alls ekki þekkt fyrir. „Það hefur ýmislegt verið látið flakka um að Stoke væri lið sem beitti löngum sendingum og notaði löng innköst. En liðið snýst um meira en það." „Já, við erum öflugt lið sem erfitt er að vinna. En við erum líka með nokkra spennandi leikmenn. Vonandi fá mínir hæfileikar að njóta sín í liðinu og ég get bætt einhverju öðruvísi við leik liðsins."
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira