Innlent

Undirbýr friðlýsingu Gjástykkis

Svandís Svavarsdóttir. Mynd/ Valgarð.
Svandís Svavarsdóttir. Mynd/ Valgarð.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að hún hefði ákveðið að hefja undirbúning að friðlýsingu Gjástykkis, norðan Mývatns. Vísar hún meðal annars til þess álits Umhverfisstofnunar að svæðið hafi hátt verndargildi og sé einstakt þegar kemur að náttúruupplifun og tækifærum til fræðslu um landrek og eldgos.

Friðlýsing gæti raskað áformum Landsvirkjunar, sem hefur fengið rannsóknarleyfi í Gjástykki til að undirbúa þar jarðvarmavirkjun, en áætlað er að þar sé unnt að virkja 80 megavött.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×