Enski boltinn

Vidic verður fyrirliði United á sunnudaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic.
Nemanja Vidic. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Nemanja Vidic verður fyriliði liðsins gegn Liverpool á sunnudaginn og það sem eftir lifir tímabilsins.

„Vidic hóf tímabilið sem fyrirliði og gegnir því hlutverki áfram," sagði Ferguson á blaðamannafundi í dag.

Fyrr í vikunni tilkynnti að hvorki Ryan Giggs né Gary Neville myndu bera fyrirliðabandið á tímabilinu þar sem þeir eru ekki lengur taldir byrjunarliðsmenn. Neville hefur þó gegnt hlutverki fyrirliða í félaginu (e. club captain) og mun gera það eitthvað áfram.

„Allir gera sér grein fyrir því að Nemanja Vidic verður ávallt til staðar. Hann hefur verið við góða heilsu allt tímabilið og mun alltaf eiga sitt sæti í liðinu nema þegar hann verður hvíldur."

Óvíst er hvort að Rio Ferdinand eða Jonny Evans verði í byrjunarliði United við hlið Vidic í vörn United þegar liðið mætir Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×