Hálfáttræður fastur í starfi sem húsvörður 16. október 2010 06:15 Héraðsskólinn komst í eigu einkaaðila árið 2001 og hafa byggingarnar verið í lágmarksviðhaldi allar götur síðan þá. Fréttablaðið/GVA „Það er margt annað sem maður hefur áhuga á að gera áður en maður verður alveg ónýtur til alls. Fyrir mann sjálfan bara,“ segir Ásmundur Þórhallsson, sem verið hefur húsvörður á Eiðum á Héraði um árabil og lengur en hann kærir sig um. Sveitarfélagið Austur-Hérað (Fljótsdalshérað í dag) seldi Sigurjóni Sighvatssyni og Sigurði Gísla Pálmasyni húsakostinn þar sem héraðsskóli var á Eiðum í umdeildum viðskiptum á árinu 2001. Edduhótel er rekið á Eiðum á sumrin en notkunin á veturna er mjög stopul og oftast er þar þá alls enginn maður. Ásmundur, sem býr á Ormsstöðum skammt frá Eiðum, hefur verið þar húsvörður og sinnt bæði viðhaldi og eftirliti. Hann sagði upp um síðustu áramót en gengur illa að fá sig lausan. „Ég lofaði Sigurjóni þegar ég hætti að ég skyldi kíkja á þetta þangað til það yrði búið að ráða annan mann. Hann ætlaði að vera búinn að því áður en vorið kæmi en það er nú ekki komið enn. Það er sennilega vetur ennþá,“ segir Ásmundur og hlær. „En ég er hræddur um að það sé vegna þess að það vantar aura eins og víða,“ bætir hann við. Síðan sumarvertíðinni lauk hjá Hótel Eddu kveðst Ásmundur nú fara annan hvern dag til að líta eftir á Eiðum. „Ég hef farið og kíkt upp á það hvort allt sé í lagi. Það er ekki hægt annað því þetta liggur bara undir eyðileggingu ef enginn lítur eftir,“ segir hann. Margir heimamenn hafa áhyggjur af því að byggingunum á Eiðum hnigni ört. Að sögn Ásmundar liggur húsakosturinn þó ekki beint undir skemmdum. Þótt hann sjálfur sé hættur að sinna viðhaldi bygginganna séu verktakar fengnir í það sem sé bráðnauðsynlegt, þá fyrst og fremst tengt hótelrekstrinum. „En það er ómögulegt að hafa ekki mann þarna til að líta eftir, því það eru svo mikil verðmæti í húfi. Ef rafmagn og hiti fer af og það frýs er þarna orðið milljónatjón. Það getur alltaf eitthvað klikkað,“ minnir húsvörðurinn nauðugi á. „Ég er kominn á aldur og meira en það, varð hálfáttræður í haust, þannig að það er kominn tími á það að ég fái að hætta.“ Ekki náðist í Sigurjón Sighvatsson í gær. gar@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
„Það er margt annað sem maður hefur áhuga á að gera áður en maður verður alveg ónýtur til alls. Fyrir mann sjálfan bara,“ segir Ásmundur Þórhallsson, sem verið hefur húsvörður á Eiðum á Héraði um árabil og lengur en hann kærir sig um. Sveitarfélagið Austur-Hérað (Fljótsdalshérað í dag) seldi Sigurjóni Sighvatssyni og Sigurði Gísla Pálmasyni húsakostinn þar sem héraðsskóli var á Eiðum í umdeildum viðskiptum á árinu 2001. Edduhótel er rekið á Eiðum á sumrin en notkunin á veturna er mjög stopul og oftast er þar þá alls enginn maður. Ásmundur, sem býr á Ormsstöðum skammt frá Eiðum, hefur verið þar húsvörður og sinnt bæði viðhaldi og eftirliti. Hann sagði upp um síðustu áramót en gengur illa að fá sig lausan. „Ég lofaði Sigurjóni þegar ég hætti að ég skyldi kíkja á þetta þangað til það yrði búið að ráða annan mann. Hann ætlaði að vera búinn að því áður en vorið kæmi en það er nú ekki komið enn. Það er sennilega vetur ennþá,“ segir Ásmundur og hlær. „En ég er hræddur um að það sé vegna þess að það vantar aura eins og víða,“ bætir hann við. Síðan sumarvertíðinni lauk hjá Hótel Eddu kveðst Ásmundur nú fara annan hvern dag til að líta eftir á Eiðum. „Ég hef farið og kíkt upp á það hvort allt sé í lagi. Það er ekki hægt annað því þetta liggur bara undir eyðileggingu ef enginn lítur eftir,“ segir hann. Margir heimamenn hafa áhyggjur af því að byggingunum á Eiðum hnigni ört. Að sögn Ásmundar liggur húsakosturinn þó ekki beint undir skemmdum. Þótt hann sjálfur sé hættur að sinna viðhaldi bygginganna séu verktakar fengnir í það sem sé bráðnauðsynlegt, þá fyrst og fremst tengt hótelrekstrinum. „En það er ómögulegt að hafa ekki mann þarna til að líta eftir, því það eru svo mikil verðmæti í húfi. Ef rafmagn og hiti fer af og það frýs er þarna orðið milljónatjón. Það getur alltaf eitthvað klikkað,“ minnir húsvörðurinn nauðugi á. „Ég er kominn á aldur og meira en það, varð hálfáttræður í haust, þannig að það er kominn tími á það að ég fái að hætta.“ Ekki náðist í Sigurjón Sighvatsson í gær. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira