Erlent

Hart deilt um eftirlaunaaldur

Sarkozy Frakklandsforseti. Hallinn á eftirlaunasjóðum Frakka er tæplega 5000 milljarðar króna.
Sarkozy Frakklandsforseti. Hallinn á eftirlaunasjóðum Frakka er tæplega 5000 milljarðar króna. Mynd/AFP
Frakkland logar í illdeilum vegna áforma ríkisstjórnar Nicolasar Sarkozy forseta landsins um að hækka lágmarks eftirlaunaaldur úr 60 árum í 62 ár. Verkalýðsfélög í Frakklandi boða til mótmæla í dag og vona leiðtogar þeirra að milljónir manna haldi út á götur borga landsins. Verkföll hafa truflað daglegt líf í landinu undanfarna daga, þannig að sumstaðar er skortur að verða á bensíni og flug frá Orly flugvelli í París raskaðist í gær vegna verkfalls hlaðmanna. Þá er búist við að lestarsamgöngur fari úr skorðum í dag.

Leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar segja að um 3,5 milljónir manna hafi tekið þátt í mótmælum síðast liðinn þriðjudag en talsmenn innanríkisráðuneytisins segja að 1,2 milljónir manna hafi mótmælt þá. Hallinn á eftirlaunasjóðum Frakka er tæplega 5000 milljarðar króna, en stefnir í að verða um 8000 milljarðar króna árið 2020 ef ekkert verður að gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×