Enski boltinn

Chamakh: Þetta var víti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Marouane Chamakh, framherji Arsenal, var sakaður um leikaraskap um helgina er hann fiskaði víti gegn Birmingham sem átti eftir að breyta gangi leiksins.

Chamakh er ekki ánægður með þá sem segja hann hafa kastað sér niður.

"Það var snerting. Ekki spurning. Eftir snertinguna er það ákvörðun dómarans hvort hann dæmi eða ekki," sagði Chamakh.

"Ég er sammála dómaranum og hann átti að dæma víti. Ég hefði ekki dottið nema það hefði verið komið við mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×