Enski boltinn

Talið að Hermann hafi slitið hásin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hermann liggur sárkvalinn á vellinum.
Hermann liggur sárkvalinn á vellinum.

Tímabilinu er líklega lokið hjá Hermanni Hreiðarssyni. Talið er að hann hafi slitið hásin í dag þegar lið hans Portsmouth lá fyrir Tottenham.

„Ég er hæstánægður með sigurinn en meiðsli Hermanns minnka gleðina þó. Hann er einn besti náungi og atvinnumaður sem ég hef kynnst," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham eftir leik.

„Það lítur út fyrir að meiðsli hans séu alvarleg. Ég vorkenni honum og vorkenni Portsmouth líka. Þeir fara niður en ég tel að þeir geti komið sterkir til baka."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×