Enski boltinn

Van Persie má byrja að æfa

Elvar Geir Magnússon skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie.

Robin van Persie, sóknarmaður Arsenal, hefur fengið grænt ljós á að hefja æfingar af fullum krafti. Hann hefur verið frá síðan í nóvember þegar liðbönd í ökkla sködduðust í vináttulandsleik með Hollandi.

Colin Lewin, yfirlæknir Arsenal, tilkynnti einnig að þeir Johan Djourou og Kieran Gibbs séu líka nálægt endurkomu. Þá verður Cesc Fabregas orðinn heill í tæka tíð fyrir HM.

Nú er komið að síðustu fjórum vikum ensku úrvalsdeildarinnar og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fagnar því að endurheimta Van Persie sem hefur tekið hröð framfaraskref í bata sínum síðustu vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×