Erlent

Verður líflátin á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Meðferð Írana á Sakineh Mohammadi Ashtiani hefur verið mótmælt víða um heim. Mynd/ afp.
Meðferð Írana á Sakineh Mohammadi Ashtiani hefur verið mótmælt víða um heim. Mynd/ afp.
Sakineh Mohammadi Ashtiani, íranska konan sem var dæmd til þess að vera grýtt til dauða fyrir lauslæti, verður hengd á morgun. Þetta fullyrða mannréttindasamtökin International Committe Against Stoning. Þau segja í yfirlýsingu á vefsiðu sinni að yfirvöld í Íran hafi gefið samþykki fyrir aftökunni.

Fréttavefur Daily Mail segir að víðsvegar um heim hafi dómnum yfir Ashtiani verið mótmælt. Það hafi einkum verið vegna þrýstings sem yfirvöld í Teheran hafi ákveðið að hengja konuna í stað þess að grýta hana til bana.

Á meðal þeirra sem hafa látið mál Ashtiani sig varða er Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok september bað Össur Íransforseta um að þyrma lífi hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×