Enski boltinn

Hermann fór alvarlega meiddur af velli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hermann Hreiðarsson í baráttunni í leik gegn Birmingham.
Hermann Hreiðarsson í baráttunni í leik gegn Birmingham.

Nú stendur yfir leikur Tottenham og Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Hermann Hreiðarsson borinn meiddur af velli.

Meiðslin virðast alvarleg og ekki útlit fyrir að harðjaxlinn Hermann geti leikið með Portsmouth í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.

Enginn leikmaður var nálægt Hermanni þegar hann varð fyrir meiðslunum og var hann með súrefnisgrímu þegar hann var borinn af velli. Inn fyrir hann kom Danny Webber.

Staðan í leiknum er 2-0 fyrir Tottenham nú þegar um 20 mínútur eru eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×