Innlent

Erfitt að spá fyrir um framhaldið

Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu fóryfir heilsuverndarmörkin í gær
Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu fóryfir heilsuverndarmörkin í gær Mynd/Pjetur
Skyggni yfir Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu er mun betra í dag en það var í gær, búast má við því að enn rofi til seinni partinn í dag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó afar erfitt að spá fyrir um framhaldið þar sem aðstæður líkt og þær sem Eyjafjallajökull hefur skapað séu nær óþekktar.

Enn liggur talsverð aska yfir nágrenni Eyjafjallajökuls og allt til höfuðborgarsvæðisins og mun svo vera á meðan austanátt er. Askan er þó mun minni en var í gær.

„Við erum að reikna með því að þetta fari smá saman minnkandi,“ segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann vonast til þess að það fari að rofa til seinni partinn í dag en afar erfitt sé að spá fyrir um dreifingu öskunnar. Til að mynda geti loftið hreinsast með hafgolu en það sé þó ekki víst þar sem mikil aska liggi einnig yfir Faxaflóa.

„Þetta eru alveg nýjar aðstæður þannig að við erum ekki alveg með á hreinu hvernig þetta mun þróast,“ segir Hrafn. Líklega verði öskufjúk líkt og var í gær algeng í sumar. „Það eru allar líkur á því að þetta verði viðvarandi ástand í sumar og fram á haustið. En þetta fer auðvitað eftir vindáttum þannig að það verða væntanlega flestir dagar fínir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×