Enski boltinn

Mario Balotelli stefnir á að spila aftur í desember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/AFP

Mario Balotelli, framherji Manchester City, vonast eftir því að geta spilað á ný með liðinu í desember en þessi tvítugi Ítali meiddist í fyrsta leiknum sínum með City og þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð á hné.

Manchester City keypti Mario Balotelli á 24 milljónir punda frá Internazionale Milan en hann náði aðeins að spila í 33 mínútur áður en hann meiddist í fyrsta leiknum sínum sem var Evrópuleikur á móti Timisoara.

Balotelli hafði þá komið inn á sem varamaður og skorað sigurmarkið í leiknum áður en hann meiddist á liðþófa. Balotelli fór í aðgerð á hné 8. september og átti upprunanlega að koma til baka um miðjan október.

Nú er komið í ljós að Balotelli verði mun lengur frá en hann sagðist sjálfur vonast til þess að koma til baka eftir sex til átta vikur. Balotelli er væntanlega spenntur fyrir því að fá að spila Evrópuleikinn á móti Juventus sem fer fram 16. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×