Fótbolti

Bandaríkin hættir við boð í HM 2018

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fulltrúar Bandaríkjanna afhenda Sepp Blatter, forseta FIFA, gögn sín.
Fulltrúar Bandaríkjanna afhenda Sepp Blatter, forseta FIFA, gögn sín. Nordic Photos / AFP

Bandaríkin hefur dregið boð sitt til að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018 til baka. Þar með er ljóst að keppnin muni fara fram í Evrópu.

Fjögur boð eru enn í gildi. England og Rússland vilja fá að halda mótið og þá eru sameiginleg boð frá Belgíu og Hollandi annars vegar og Spáni og Portúgal hins vegar.

Bandaríkin ætlar þó að bjóða í keppnina sem verður haldin 2022. Keppinautar þeirra um þá keppni verða Ástralía, Japan, Suður-Kórea og Katar.

Englendingar höfðu gert samkomulag um að hætta við boð sitt í HM 2022 ef ljóst yrði að keppnin yrði haldin í Evrópu. Af þeim sökum hefur England dregið boð sitt til að halda keppnina árið 2022 til baka.

Tilkynnt verður þann 2. desember næstkomandi hvar keppnirnar verða haldnar bæði árið 2018 og 2022.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×