Fótbolti

Bruno Alves til Rússlands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bruno Alves.
Bruno Alves. Nordic Photos / AFP

Zenit frá St. Pétursborg hefur keypt portúgalska varnarmanninn Bruno Alves fyrir 22 milljónir evra.

Alves á þó enn eftir að fara í læknisskoðun í Rússlandi og mun því skrifa undir samninginn ef hann stenst hana.

Alves er uppalinn leikmaður Porto en hann er 28 ára varnarmaður sem hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg félög í Evrópu, til að mynda Chelsea, Manchester United og Real Madrid.

Hann á að baki 35 leiki með portúgalska landsliðinu og mun væntanlega spila með því gegn Íslandi þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 2012 þann 12. október næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×