Enski boltinn

Moyes hughreystir Hodgson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes og Roy Hodgson.
David Moyes og Roy Hodgson. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Moyes, stjóri Everton, hughreysti kollega sinn Roy Hodgson, stjóra Liverpool, eftir 2-0 sigur Everton á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Eftir þetta tap er Liverpool-liðið í næstneðsta sætinu í deildinni en Everton hoppaði hinsvegar upp um sex sæti og alla leið upp í 11. sætið.

Moyes er góður vinur Hodgson frá því að Skotinn fékk að fylgjast með Hodgson þjálfa ítalska liðið Udinese fyrir níu árum siðan. Moyes segir að Hodgson sé enn að aðlagast nýju lífi á Anfield.

„Liverpool er ekki í réttri stöðu. Liðið er með tvo eða þrjá toppleikmenn, með landsliðsmenn í hverri stöðu og með mjög góðan stjóra. Það tekur alltaf tíma fyrir stjóra að koma inn í nýtt félag," sagði David Moyes.

„Það hafa verið miklar væntingar gerðar til Liverpool sem hefur eytt mikið í leikmenn síðustu árin. Við höfum ekki eytt miklu í leikmenn hjá Everton og það verður alltaf erfiðara fyrir Everton að ná árangri heldur en hjá Liverpool," sagði Moyes sem segir Hodgson eiga skilið að fá lengi tíma.

„Ég hef verið hér það lengi að ég veit hvað það er að komast í gegnum erfiða tíma. Þeir sem gagnrýna Hodgson ættu að skoða aðeins betur hvaða árangri hann hefur náð á þjálfarferlinum," sagði Moyes.

„Sigurinn í derby-leiknum gefur okkur aðeins þrjú stig en þetta var mjög ánægjulegur sigur því við höfum ekki náð oft að vinna Liverpool í minni tíð," sagði David Moyes.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×