Enski boltinn

Eriksson tekinn við Leicester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Svíinn Sven-Göran Eriksson er aftur mættur í enska boltann en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við B-deildarliðið Leicester City.

Það gengur afar illa hjá Leicester sem reif sig reyndar upp úr botnsætinu með sigri í gær.

"Ég er mjög ánægður að vera kominn til starfa hjá Leicester. Mín bíður virkilega krefjandi verkefni og ég get ekki beðið eftir að vinna með leikmönnum og stuðningsmönnum félagsins," sagði Eriksson á heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×