Óska eftir frekari viðræðum 22. febrúar 2010 18:38 Forystumenn stjórnmálaflokkanna. Mynd/Anton Brink Ekki verður fallist á tilboð Hollendinga og Breta í Icesave málinu óbreytt. Þetta var niðurstaða fundar stjórnar og stjórnarandstöðu í dag. Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir frekari viðræðum við Breta og Hollendinga. Hollendingar og Bretar lögðu fram tilboð í síðustu viku sem fól í sér breytt vaxtakjör á Icesave láninu. Um var að ræða breytilega vexti með 2,75 prósenta álagi auk þess sem boðið var upp tvö ár án vaxta. Forystumenn stjórnmálaflokkanna funduðu um málið í dag en ekki var fallist á tilboð Breta og Hollendinga. „Það tekur niður fjármagnskostnað og greiðslubyrði landsins umtalsvert en það eru önnur atriði því tengd og fleiri sem við teljum að þurfi að ræða frekar," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjarmálaráðherra. Tilboði Breta og Hollendinga var svarað með formlegu bréfi þar sem óskað var eftir frekari viðræðum. „Efnislega felur það í sér að við fögnum þeirri hreyfingu sem er á málinu og því sem er fólgið í þeirra tilboði, en við teljum að við þurfum að ræða önnur atriði frekar og vonumst til þess að framhald verði á," segir Steingrímur. „Mér finnst allt í lagi að halda áfram og athuga hvort Lee geti haldið áfram að koma með kraftaverk. Ef þetta fæst í gegn og þá er samt komið ákveðið skref en það er ennþá himinn og haf á milli, það er alveg ljóst," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. „Já, mér skilst að það sé alveg óumdeilt að það sé hægt að halda áfram viðræðum við þá," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort fyrir liggi hvort að hollenska ríkisstjórnin hafi umboð til að semja við Íslendinga. „Ég held að það sé enginn af stjórnmálamönnunum sem var að hittast hér í dag hafi viljað fallast á það sem kom frá Bretum og Hollendingum eins og mér heyrðist hinir vera búnir að segja nú þegar. Það var samstaða um það og það er búið að senda þetta bréf til að kanna hvort menn vilji ræða málin áfram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Ekki verður fallist á tilboð Hollendinga og Breta í Icesave málinu óbreytt. Þetta var niðurstaða fundar stjórnar og stjórnarandstöðu í dag. Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir frekari viðræðum við Breta og Hollendinga. Hollendingar og Bretar lögðu fram tilboð í síðustu viku sem fól í sér breytt vaxtakjör á Icesave láninu. Um var að ræða breytilega vexti með 2,75 prósenta álagi auk þess sem boðið var upp tvö ár án vaxta. Forystumenn stjórnmálaflokkanna funduðu um málið í dag en ekki var fallist á tilboð Breta og Hollendinga. „Það tekur niður fjármagnskostnað og greiðslubyrði landsins umtalsvert en það eru önnur atriði því tengd og fleiri sem við teljum að þurfi að ræða frekar," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjarmálaráðherra. Tilboði Breta og Hollendinga var svarað með formlegu bréfi þar sem óskað var eftir frekari viðræðum. „Efnislega felur það í sér að við fögnum þeirri hreyfingu sem er á málinu og því sem er fólgið í þeirra tilboði, en við teljum að við þurfum að ræða önnur atriði frekar og vonumst til þess að framhald verði á," segir Steingrímur. „Mér finnst allt í lagi að halda áfram og athuga hvort Lee geti haldið áfram að koma með kraftaverk. Ef þetta fæst í gegn og þá er samt komið ákveðið skref en það er ennþá himinn og haf á milli, það er alveg ljóst," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. „Já, mér skilst að það sé alveg óumdeilt að það sé hægt að halda áfram viðræðum við þá," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort fyrir liggi hvort að hollenska ríkisstjórnin hafi umboð til að semja við Íslendinga. „Ég held að það sé enginn af stjórnmálamönnunum sem var að hittast hér í dag hafi viljað fallast á það sem kom frá Bretum og Hollendingum eins og mér heyrðist hinir vera búnir að segja nú þegar. Það var samstaða um það og það er búið að senda þetta bréf til að kanna hvort menn vilji ræða málin áfram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira