Óska eftir frekari viðræðum 22. febrúar 2010 18:38 Forystumenn stjórnmálaflokkanna. Mynd/Anton Brink Ekki verður fallist á tilboð Hollendinga og Breta í Icesave málinu óbreytt. Þetta var niðurstaða fundar stjórnar og stjórnarandstöðu í dag. Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir frekari viðræðum við Breta og Hollendinga. Hollendingar og Bretar lögðu fram tilboð í síðustu viku sem fól í sér breytt vaxtakjör á Icesave láninu. Um var að ræða breytilega vexti með 2,75 prósenta álagi auk þess sem boðið var upp tvö ár án vaxta. Forystumenn stjórnmálaflokkanna funduðu um málið í dag en ekki var fallist á tilboð Breta og Hollendinga. „Það tekur niður fjármagnskostnað og greiðslubyrði landsins umtalsvert en það eru önnur atriði því tengd og fleiri sem við teljum að þurfi að ræða frekar," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjarmálaráðherra. Tilboði Breta og Hollendinga var svarað með formlegu bréfi þar sem óskað var eftir frekari viðræðum. „Efnislega felur það í sér að við fögnum þeirri hreyfingu sem er á málinu og því sem er fólgið í þeirra tilboði, en við teljum að við þurfum að ræða önnur atriði frekar og vonumst til þess að framhald verði á," segir Steingrímur. „Mér finnst allt í lagi að halda áfram og athuga hvort Lee geti haldið áfram að koma með kraftaverk. Ef þetta fæst í gegn og þá er samt komið ákveðið skref en það er ennþá himinn og haf á milli, það er alveg ljóst," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. „Já, mér skilst að það sé alveg óumdeilt að það sé hægt að halda áfram viðræðum við þá," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort fyrir liggi hvort að hollenska ríkisstjórnin hafi umboð til að semja við Íslendinga. „Ég held að það sé enginn af stjórnmálamönnunum sem var að hittast hér í dag hafi viljað fallast á það sem kom frá Bretum og Hollendingum eins og mér heyrðist hinir vera búnir að segja nú þegar. Það var samstaða um það og það er búið að senda þetta bréf til að kanna hvort menn vilji ræða málin áfram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira
Ekki verður fallist á tilboð Hollendinga og Breta í Icesave málinu óbreytt. Þetta var niðurstaða fundar stjórnar og stjórnarandstöðu í dag. Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir frekari viðræðum við Breta og Hollendinga. Hollendingar og Bretar lögðu fram tilboð í síðustu viku sem fól í sér breytt vaxtakjör á Icesave láninu. Um var að ræða breytilega vexti með 2,75 prósenta álagi auk þess sem boðið var upp tvö ár án vaxta. Forystumenn stjórnmálaflokkanna funduðu um málið í dag en ekki var fallist á tilboð Breta og Hollendinga. „Það tekur niður fjármagnskostnað og greiðslubyrði landsins umtalsvert en það eru önnur atriði því tengd og fleiri sem við teljum að þurfi að ræða frekar," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjarmálaráðherra. Tilboði Breta og Hollendinga var svarað með formlegu bréfi þar sem óskað var eftir frekari viðræðum. „Efnislega felur það í sér að við fögnum þeirri hreyfingu sem er á málinu og því sem er fólgið í þeirra tilboði, en við teljum að við þurfum að ræða önnur atriði frekar og vonumst til þess að framhald verði á," segir Steingrímur. „Mér finnst allt í lagi að halda áfram og athuga hvort Lee geti haldið áfram að koma með kraftaverk. Ef þetta fæst í gegn og þá er samt komið ákveðið skref en það er ennþá himinn og haf á milli, það er alveg ljóst," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. „Já, mér skilst að það sé alveg óumdeilt að það sé hægt að halda áfram viðræðum við þá," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort fyrir liggi hvort að hollenska ríkisstjórnin hafi umboð til að semja við Íslendinga. „Ég held að það sé enginn af stjórnmálamönnunum sem var að hittast hér í dag hafi viljað fallast á það sem kom frá Bretum og Hollendingum eins og mér heyrðist hinir vera búnir að segja nú þegar. Það var samstaða um það og það er búið að senda þetta bréf til að kanna hvort menn vilji ræða málin áfram," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira