Sjónvarpslaust og kósí á hverju fimmtudagskvöldi 15. september 2010 07:00 forsprakkar <B>Sigurður Ásgeir Árnason og trúbadorinn </B>Svavar Knútur eru mennirnir á bak við Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld. fréttablaðið/arnþór Viðburðurinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld verður haldinn í fyrsta sinn í Slippsalnum á fimmtudaginn. Fólk er hvatt til að hvíla sig á sjónvarpinu og njóta íslenskrar menningar í kósí stemningu. „Þetta verður svona kakó, vöfflu stemning,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason úr hljómsveitinni Ultra Mega Technobandið Stefán. Sigurður og trúbadorinn Svavar Knútur skipuleggja viðburðinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld sem verður haldinn í fyrsta sinn á fimmtudaginn í Slippsalnum við Mýrargötu þar sem Nema Forum er til húsa. „Við spiluðum þarna á Melodica Festival og urðum ástfangnir af staðnum. Þá vaknaði sú hugmynd að hafa þarna menningarviðburð á fimmtudagskvöldum,“ segir Sigurður Ásgeir. „Salurinn er í Viktoríustíl, eins og blanda af hótelbar og forstofu hjá enskum 19. aldar landkönnuði. Þarna er kósí stemning sem ég hef ekki séð í sal á Íslandi.“ Fjölbreytt atriði verða í fyrirrúmi en þó í nokkurs konar dagskrár- eða kvöldvökuformi. Á hverju kvöldi verða atriði úr eftirfarandi flokkum: söngvaskáld, klassík eða djass, upplestur á ljóðum, ritverkum eða leiklestur og tónleikar með hljómsveit. Á fyrsta kvöldinu stíga á svið Svavar Knútur, píanóleikarinn Marteinn Knaran, hljómsveitin Útidúr og fleiri gestir. „Íslensk tónlistarmenning er orðin eitthvað svo rotin. Það er allt tengt við fyllirí á sama tíma og við eigum flottustu listamenn í heiminum miðað við höfðatölu. Við erum orðnir leiðir á þessu,“ segir Sigurður og hvetur fólk til að hvíla sig á sjónvarpinu eitt kvöld í viku eins og hér á árum áður. Miðaverð er kr. 1.500 og er takmarkaður fjöldi á hvert kvöld. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20.30 og stendur til kl. 23. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Sjá meira
Viðburðurinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld verður haldinn í fyrsta sinn í Slippsalnum á fimmtudaginn. Fólk er hvatt til að hvíla sig á sjónvarpinu og njóta íslenskrar menningar í kósí stemningu. „Þetta verður svona kakó, vöfflu stemning,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason úr hljómsveitinni Ultra Mega Technobandið Stefán. Sigurður og trúbadorinn Svavar Knútur skipuleggja viðburðinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld sem verður haldinn í fyrsta sinn á fimmtudaginn í Slippsalnum við Mýrargötu þar sem Nema Forum er til húsa. „Við spiluðum þarna á Melodica Festival og urðum ástfangnir af staðnum. Þá vaknaði sú hugmynd að hafa þarna menningarviðburð á fimmtudagskvöldum,“ segir Sigurður Ásgeir. „Salurinn er í Viktoríustíl, eins og blanda af hótelbar og forstofu hjá enskum 19. aldar landkönnuði. Þarna er kósí stemning sem ég hef ekki séð í sal á Íslandi.“ Fjölbreytt atriði verða í fyrirrúmi en þó í nokkurs konar dagskrár- eða kvöldvökuformi. Á hverju kvöldi verða atriði úr eftirfarandi flokkum: söngvaskáld, klassík eða djass, upplestur á ljóðum, ritverkum eða leiklestur og tónleikar með hljómsveit. Á fyrsta kvöldinu stíga á svið Svavar Knútur, píanóleikarinn Marteinn Knaran, hljómsveitin Útidúr og fleiri gestir. „Íslensk tónlistarmenning er orðin eitthvað svo rotin. Það er allt tengt við fyllirí á sama tíma og við eigum flottustu listamenn í heiminum miðað við höfðatölu. Við erum orðnir leiðir á þessu,“ segir Sigurður og hvetur fólk til að hvíla sig á sjónvarpinu eitt kvöld í viku eins og hér á árum áður. Miðaverð er kr. 1.500 og er takmarkaður fjöldi á hvert kvöld. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20.30 og stendur til kl. 23. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Sjá meira