Sjónvarpslaust og kósí á hverju fimmtudagskvöldi 15. september 2010 07:00 forsprakkar <B>Sigurður Ásgeir Árnason og trúbadorinn </B>Svavar Knútur eru mennirnir á bak við Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld. fréttablaðið/arnþór Viðburðurinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld verður haldinn í fyrsta sinn í Slippsalnum á fimmtudaginn. Fólk er hvatt til að hvíla sig á sjónvarpinu og njóta íslenskrar menningar í kósí stemningu. „Þetta verður svona kakó, vöfflu stemning,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason úr hljómsveitinni Ultra Mega Technobandið Stefán. Sigurður og trúbadorinn Svavar Knútur skipuleggja viðburðinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld sem verður haldinn í fyrsta sinn á fimmtudaginn í Slippsalnum við Mýrargötu þar sem Nema Forum er til húsa. „Við spiluðum þarna á Melodica Festival og urðum ástfangnir af staðnum. Þá vaknaði sú hugmynd að hafa þarna menningarviðburð á fimmtudagskvöldum,“ segir Sigurður Ásgeir. „Salurinn er í Viktoríustíl, eins og blanda af hótelbar og forstofu hjá enskum 19. aldar landkönnuði. Þarna er kósí stemning sem ég hef ekki séð í sal á Íslandi.“ Fjölbreytt atriði verða í fyrirrúmi en þó í nokkurs konar dagskrár- eða kvöldvökuformi. Á hverju kvöldi verða atriði úr eftirfarandi flokkum: söngvaskáld, klassík eða djass, upplestur á ljóðum, ritverkum eða leiklestur og tónleikar með hljómsveit. Á fyrsta kvöldinu stíga á svið Svavar Knútur, píanóleikarinn Marteinn Knaran, hljómsveitin Útidúr og fleiri gestir. „Íslensk tónlistarmenning er orðin eitthvað svo rotin. Það er allt tengt við fyllirí á sama tíma og við eigum flottustu listamenn í heiminum miðað við höfðatölu. Við erum orðnir leiðir á þessu,“ segir Sigurður og hvetur fólk til að hvíla sig á sjónvarpinu eitt kvöld í viku eins og hér á árum áður. Miðaverð er kr. 1.500 og er takmarkaður fjöldi á hvert kvöld. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20.30 og stendur til kl. 23. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Viðburðurinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld verður haldinn í fyrsta sinn í Slippsalnum á fimmtudaginn. Fólk er hvatt til að hvíla sig á sjónvarpinu og njóta íslenskrar menningar í kósí stemningu. „Þetta verður svona kakó, vöfflu stemning,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason úr hljómsveitinni Ultra Mega Technobandið Stefán. Sigurður og trúbadorinn Svavar Knútur skipuleggja viðburðinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld sem verður haldinn í fyrsta sinn á fimmtudaginn í Slippsalnum við Mýrargötu þar sem Nema Forum er til húsa. „Við spiluðum þarna á Melodica Festival og urðum ástfangnir af staðnum. Þá vaknaði sú hugmynd að hafa þarna menningarviðburð á fimmtudagskvöldum,“ segir Sigurður Ásgeir. „Salurinn er í Viktoríustíl, eins og blanda af hótelbar og forstofu hjá enskum 19. aldar landkönnuði. Þarna er kósí stemning sem ég hef ekki séð í sal á Íslandi.“ Fjölbreytt atriði verða í fyrirrúmi en þó í nokkurs konar dagskrár- eða kvöldvökuformi. Á hverju kvöldi verða atriði úr eftirfarandi flokkum: söngvaskáld, klassík eða djass, upplestur á ljóðum, ritverkum eða leiklestur og tónleikar með hljómsveit. Á fyrsta kvöldinu stíga á svið Svavar Knútur, píanóleikarinn Marteinn Knaran, hljómsveitin Útidúr og fleiri gestir. „Íslensk tónlistarmenning er orðin eitthvað svo rotin. Það er allt tengt við fyllirí á sama tíma og við eigum flottustu listamenn í heiminum miðað við höfðatölu. Við erum orðnir leiðir á þessu,“ segir Sigurður og hvetur fólk til að hvíla sig á sjónvarpinu eitt kvöld í viku eins og hér á árum áður. Miðaverð er kr. 1.500 og er takmarkaður fjöldi á hvert kvöld. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20.30 og stendur til kl. 23. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira