Milljarðaskilnaður Tigers 25. ágúst 2010 08:30 Skilin Tiger, Elin og Sam Alexis Woods á meðan allt lék í lyndi. Nú eru þau hins vegar skilin eftir að upp komst um framhjáhald kylfingsins. Tiger Woods og Elin Nordegren er formlega skilin eftir sex ára hjónaband. Ekki liggur fyrir hversu háa fjárhæð Elin fær frá Tiger en þau munu hafa sameiginlegt forræði yfir börnunum tveimur. Tiger og Elin komu fyrir dómara í Panama City á Flórida til að hlýða á úrskurð dómara í skilnaðarmáli þeirra. Í kjölfarið sendu þau út sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kom fram að velferð barnanna þeirra tveggja, hinnar fjögurra ára gömlu Sam og hins átján mánaða gamla Charlie, hefði verið höfð að leiðarljósi við skilnaðinn. „Þegar það lá fyrir að hjónabandinu væri lokið var það okkar meginatriði að tryggja börnunum okkar góða framtíð. Næstu vikur og mánuðir verða þeim erfiðir þar sem þau þurfa að aðlagast nýjum aðstæðum. Þess vegna er það okkur mikilvægt að tryggja friðhelgi einkalífsins,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kom á vefmiðlum að bæði Tiger og Elin hefðu farið á sameiginlegt foreldranámskeið til að geta undirbúið börnin sem best fyrir skilnaðinn og þau létu það koma skýrt fram í yfirlýsingunni að þau hygðust halda góðu sambandi, barnanna sinna vegna. Þær fréttir eru þó misvísandi, bandarískir fjölmiðlar héldu því fram að þau hefðu ferðast saman til Panama í einkaþotu en sænski vefurinn Expressen sagði að þau hefðu reynt að forðast hvort annað í lengstu lög þegar þau komu í réttarsalinn. Annars vita bandarískir fjölmiðlar lítið um smáatriði skilnaðarsamningsins. Flestir hallast að því að Elin fái heimili þeirra hjóna í Orlando og húseign sem hún keypti á sænskri eyju. Hins vegar er á reiki hversu háa fjárhæð Elin fær frá Woods sem er einn ríkasti íþróttamaður heims, tölur frá tólf milljörðum og upp í sextíu milljarða hafa verið nefndar en flestir fjölmiðlar hallast að því að Elin hafi verið gert að þegja um hjónabandið á opinberum vettvangi. Elin skrifaði undir kaupmála þegar hún gekk að eiga Woods enda var hann þá þegar hæstlaunaði íþróttamaður heims. Blaðamaður Wall Street Journal skrifaði á vef blaðsins að sú saga gengi á gjaldeyrismarkaðinum að fréttir af skilnaðinum hefðu haft áhrif á gengi sænsku krónunnar gagnvart dollaranum í skamma stund. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt komist á snoðir um að Elin hafi sett það sem skilyrði að Tiger mætti ekki kynna nokkra konu fyrir börnunum sínum nema hann hefði ákveðið að ganga í hjónaband með henni. Níu mánuðir eru liðnir síðan tilkynnt var að Tiger hefði klesst glæsibifreið sína fyrir utan heimili sitt í Orlando. Talsmenn Tigers reyndu í fyrstu allt hvað þeir gátu til að kveða niður fréttir af árekstrinum en skömmu síðar kom í ljós kom að hann hafði átt fjölda hjákvenna sem flestar staðfestu samband sitt við kylfinginn. Framhjáhaldið varð Tiger mikill álitshnekkir, hann hefur ekki náð sér á strik á golfvellinum og ímynd hans þykir svo löskuð að flestir eru þess fullvissir að hann nái ekki aftur þeim vinsældum sem hann hafði umfram aðra íþróttamenn. Lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Tiger Woods og Elin Nordegren er formlega skilin eftir sex ára hjónaband. Ekki liggur fyrir hversu háa fjárhæð Elin fær frá Tiger en þau munu hafa sameiginlegt forræði yfir börnunum tveimur. Tiger og Elin komu fyrir dómara í Panama City á Flórida til að hlýða á úrskurð dómara í skilnaðarmáli þeirra. Í kjölfarið sendu þau út sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kom fram að velferð barnanna þeirra tveggja, hinnar fjögurra ára gömlu Sam og hins átján mánaða gamla Charlie, hefði verið höfð að leiðarljósi við skilnaðinn. „Þegar það lá fyrir að hjónabandinu væri lokið var það okkar meginatriði að tryggja börnunum okkar góða framtíð. Næstu vikur og mánuðir verða þeim erfiðir þar sem þau þurfa að aðlagast nýjum aðstæðum. Þess vegna er það okkur mikilvægt að tryggja friðhelgi einkalífsins,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kom á vefmiðlum að bæði Tiger og Elin hefðu farið á sameiginlegt foreldranámskeið til að geta undirbúið börnin sem best fyrir skilnaðinn og þau létu það koma skýrt fram í yfirlýsingunni að þau hygðust halda góðu sambandi, barnanna sinna vegna. Þær fréttir eru þó misvísandi, bandarískir fjölmiðlar héldu því fram að þau hefðu ferðast saman til Panama í einkaþotu en sænski vefurinn Expressen sagði að þau hefðu reynt að forðast hvort annað í lengstu lög þegar þau komu í réttarsalinn. Annars vita bandarískir fjölmiðlar lítið um smáatriði skilnaðarsamningsins. Flestir hallast að því að Elin fái heimili þeirra hjóna í Orlando og húseign sem hún keypti á sænskri eyju. Hins vegar er á reiki hversu háa fjárhæð Elin fær frá Woods sem er einn ríkasti íþróttamaður heims, tölur frá tólf milljörðum og upp í sextíu milljarða hafa verið nefndar en flestir fjölmiðlar hallast að því að Elin hafi verið gert að þegja um hjónabandið á opinberum vettvangi. Elin skrifaði undir kaupmála þegar hún gekk að eiga Woods enda var hann þá þegar hæstlaunaði íþróttamaður heims. Blaðamaður Wall Street Journal skrifaði á vef blaðsins að sú saga gengi á gjaldeyrismarkaðinum að fréttir af skilnaðinum hefðu haft áhrif á gengi sænsku krónunnar gagnvart dollaranum í skamma stund. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt komist á snoðir um að Elin hafi sett það sem skilyrði að Tiger mætti ekki kynna nokkra konu fyrir börnunum sínum nema hann hefði ákveðið að ganga í hjónaband með henni. Níu mánuðir eru liðnir síðan tilkynnt var að Tiger hefði klesst glæsibifreið sína fyrir utan heimili sitt í Orlando. Talsmenn Tigers reyndu í fyrstu allt hvað þeir gátu til að kveða niður fréttir af árekstrinum en skömmu síðar kom í ljós kom að hann hafði átt fjölda hjákvenna sem flestar staðfestu samband sitt við kylfinginn. Framhjáhaldið varð Tiger mikill álitshnekkir, hann hefur ekki náð sér á strik á golfvellinum og ímynd hans þykir svo löskuð að flestir eru þess fullvissir að hann nái ekki aftur þeim vinsældum sem hann hafði umfram aðra íþróttamenn.
Lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira