Enski boltinn

Henry ætlar að eyða skynsamlega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn nýi eigandi Liverpool, John W. Henry, segist ætla að vera skynsamur í leikmannamálum hjá félaginu og vanda vel valið þegar kemur að leikmannakaupum.

"Það stendur ekki Sheik fyrir framan nafnið mitt. Þegar ég eyði peningum þá reyni ég að vanda mig. Ég sé ekki tilganginn í að eyða í leikmenn sem eru ekki komnir til að vera næstu árin," sagði Henry.

Hann sá Liverpool spila gegn Everton um helgina og gerir sér líklega grein fyrir því að það er mikið verk að vinna hjá félaginu.

Hann þarf einnig að gera upp við sig hvort hann treysti Roy Hodgson til þess að byggja liðið upp en undir stjórn Hodgson situr liðið í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×