Enski boltinn

Adebayor vill fara til Juventus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Emmanuel Adebayor er eitthvað farið að leiðast þófið hjá Man. City og hann hefur nú látið í það skína að hann vilji fara til Juventus en liðin mættust einmitt í Evrópudeildinni í vikunni.

"Ég hefði áhuga á því að spila á Ítalíu og sé mig vel fyrir mér í svarthvítri treyju," sagði Adebayor sem er ekki enn búinn að skora í vetur.

"Ég spjallaði við Patrick Vieira um málið en hann á góðar minningar frá tíma sínum í Tórínó. Ég er hrifinn af ítalska boltanum og var eitt sinn í viðræðum við Juve en það gekk ekki upp á þeim tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×