Enski boltinn

Drogba studdi Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Didier Drogba, framherji Chelsea, er klár í slaginn gegn Arsenal um helgina en það er klárlega stórleikur helgarinnar í enska boltanum.

Drogba hefur upplýst í aðdraganda leiksins að hafa verið stuðningsmaður Arsenal er hann lék með Marseille.

"Arsenal er eitt af mínum uppáhaldsliðum. Þegar ég var að spila í Frakklandi þá var Arsenal okkar fyrirmynd því það voru svo margir franskir leikmenn í liðinu og að sjálfsögðu franskur stjóri," sagði Drogba.

"Annars elska ég svona stórleiki og mér finnst alltaf sérstaklega gaman að leika gegn Arsenal."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×