Enski boltinn

Everton vill deila heimavelli með Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kenwright er hér með David Moyes, stjóra liðsins.
Kenwright er hér með David Moyes, stjóra liðsins.

Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, segir það vel koma til greina af sinni hálfu að deila heimavelli með nágrönnum sínum í Liverpool.

Bæði lið hafa íhugað að byggja nýjan völl en ekki getað hingað til. Skynsamlegasta lausnin liggur því í að byggja saman völl og deila honum.

Stuðningsmenn beggja liða eru ekkert brjálæðislega hrifin af hugmyndinni. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish sagðist ekki vera par hrifinn af hugmyndinni en sagði það líklega báðum fyrir bestu að gera þetta saman.

"Liverpool hefur aldrei viljað ræða þennan möguleika þannig að það er áhugavert að heyra Dalglish tala jákvætt um þennan möguleika. Við erum til í að taka kaffi með forráðamönnum Liverpool og ræða málið," sagði Kenwright.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×