Enski boltinn

Fabregas: Erum hræddir í stóru leikjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þrátt fyrir góða spilamennsku í vetur gengur Arsenal sem fyrr afar illa gegn stóru liðunum í ensku deildinni. Cesc Fabregas, fyrirliði liðsins, segir að liðið verði að ráða við þessa stóru leiki ef það ætlar sér að vinna deildina. Arsenal tapaði síðast fyrir Man. Utd og enn eina ferðina var liðið lakari aðilinn í stórleik.

Fabregas er á því að það sé ákveðin hræðsla í leikmannahópi liðsins sem aftri liðinu frá því að fara alla leið.

"Munurinn í leiknum gegn United var sá að við vorum hræddir við að tapa en þeir voru ekki hræddir við að vinna," sagði Fabregas.

"Þar lá munurinn í hausnum á leikmönnum. Stundum virðumst við vera hræddir við að tapa stóru leikjunum. Við látum ekki vaða og eigum það til að falla of mikið til baka og bíða eftir því sem andstæðingurinn ætlar að gera.

"Það er eins og við séum að bíða eftir því að sjá hvort við getum unnið í stað þess að fara fram á við og spila okkar leik. Ég er alltaf að uppgötva meira að fótbolti snýst að miklu leyti um sjálfstraust og hugarfar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×