Fótbolti

Cassano út en Balotelli og Aquilani inn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Antonio Cassano.
Antonio Cassano.

Það eru breytingar á landsliðshópi Ítala fyrir vináttuleikinn gegn Rúmeníu á miðvikudag.

Antonio Cassano hefur enn eina ferðina misst sætið sitt í liðinu en Mario Balotelli er kominn í hópinn.

Albert Aquilani er einnig kominn aftur í landsliðið en hann hefur leikið vel með Juventus í vetur og minnt Liverpool á hverju liðið væri að missa af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×