Fótbolti

Það mætti halda að Lionel Messi væri að koma til Olympiakos - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tveir af þessum þremur Spánverjum eru farnir frá Liverpool. Albert Riera er lengst til vinstri.
Tveir af þessum þremur Spánverjum eru farnir frá Liverpool. Albert Riera er lengst til vinstri. Mynd/AFP
Stuðningsmenn gríska liðsins Olympiakos tók vel á móti nýja liðsmanninum sínum á dögunum og reyndar það vel að það mætti halda að Lionel Messi eða annar eins knattspyrnusnillingur væri að koma liðinu til bjargar við að endurheimta meistaratitilinn frá erkifjendunum.

Nýi leikmaðurinn er þó hvergi nálægt því að vera í sama gæðaflokki og Messi þrátt fyrir kóngalegar móttökur. Olympiakos var nefnilega "bara" að kaupa Albert Riera fyrir fjórar milljónir evra frá Liverpool og það var ekki eins og stuðningsmenn Liverpool sitji grátandi eftir í Bítlaborginni. Hér má sjá móttökurnar sem Riera fékk þegar hann mætti til Aþenu.

Albert Riera er 28 ára gamall Spánverji sem lék tvö tímabil með Liverpool og skoraði á þeim 5 mörk í 55 leikjum í öllum keppnum. Hann lék áður með Espanyol og var um tíma í láni hjá Manchester City.

Olympiakos er sigursælasta lið Grikklands en liðið vann meistaratitilinn í 37. sinn í fyrravor. Liðið endaði hinsvegar í öðru sæti á eftir erkifjendunum í Panathinaikos á síðasta tímabili en Panathinaikos endaði þá fimm ára sigurgöngu Olympiakos-liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×