Fótbolti

Íslendingaslagur í Evrópudeildinni í kvöld

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jóhann Berg, til vinstri, á æfingu í gær.
Jóhann Berg, til vinstri, á æfingu í gær. AFP
Það verður Íslendingaslagur í forkeppni Evrópudeildar UEFA í Hollandi í kvöld þegar AZ Alkmaar tekur á móti sænska liðinu IFK Gautaborg.

Jóhann Berg Guðmundsson mun byrja leikinn fyrir AZ Alkmaar en Kolbeinn Sigþórsson verður á varamannabekknum.

Í liði IFK eru svo þrír Íslendingar, Hjálmar Jónsson, Ragnar Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 en liðið sem kemst áfram þarf að vinna eina rimmu í viðbót til að komast í Evrópudeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×