Enski boltinn

Terry: Roman vill að vinnum alla titla í ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur greint frá því að eigandi félagsins, Roman Abramovich, sætti sig ekki við neitt minna en sigur í ensku deildinni og Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Abramovich keypti félagið árið 2003 og hefur síðan mokað peningum í félagið og það hefur skilað nokkrum titlum og þar af enskum meistaratitlum. Chelsea hefur samt alltaf misst af Meistaradeildartitlinum.

"Skilaboð eigandans fyrir tímabilið voru skýr. Hann vill vinna alla titla. Miðað við hópinn sem er hér þá býst hann við því að slíkt sé mögulegt," sagði Terry.

"Við getum ekki sett neina keppni í forgang. Nú verðum að stefna á sigur í öllum stóru keppnunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×