Enski boltinn

Gerrard gæti tekið fyrirliðabandið af Rio

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard með fyrirliðabandið.
Gerrard með fyrirliðabandið.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur ekki enn ákveðið hvort hann taki fyrirliðabandið af Rio Ferdinand og smelli því á Steven Gerrard.

John Terry missti fyrirliðabandið á eftirminnilegan hátt fyrir HM og svo er Rio búinn að vera mikið meiddur en þó byrjaður að spila á ný.

Gerrard hefur spilað mjög vel sem fyrirliði í síðustu leikjum og vilja margir sjá hann spila áfram með fyrirliðabandið.

"Þetta er ekki stórt vandamál fyrir okkur sem stýrum landsliðinu. Blöðin eru meira fyrir að gera sér mat úr þessu," sagði heimildarmaður Soccernet hjá enska knattspyrnusambandinu.

Rio hefur þegar misst fyrirliðabandið hjá Man. Utd til Nemanja Vidic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×