Fótbolti

Xavi missir af næstu landsleikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xavi í leik með Barcelona.
Xavi í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP
Xavi var ekki í leikmannahópi spænska landsliðsins sem Vicente del Bosque tilkynnti í dag en Spánverjar mæta Litháen og Skotlandi í næsta mánuði.

Xavi er í spænskum fjölmiðlum sagður þjást af sinarbólgu en það hefur reyndar félag hans, Barcelona, ekki staðfest. Búist er við því að hann verði frá næstu 2-3 vikurnar.

Þeir Cesc Fabregas og Raul Albiol missa einnig af leikjunum vegna meiðsla. Leikirnir sem eru framundan eru í undankeppni EM 2012 en Spánverjar hófu titlvörn sína í keppninni með 3-0 sigri á Liechtenstein í upphafi mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×