Enski boltinn

Redknapp gæti hugsað sér að enda ferilinn hjá Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er mikið látið með leikmenn og stjóra Spurs, Harry Redknapp, þar sem gengi liðsins hefur verið gott í vetur. Redknapp hefur meðal annars verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Englandi eftir lokakeppni EM árið 2012.

Sjálfur hefur Redknapp reyndar lýst yfir áhuga á starfinu en hann er samt rólegur og sér alveg fyrir sér vera lengi hjá Tottenham.

"Ég gæti vel hugsað mér að ljúka ferlinum hjá Tottenham. Málið er samt að ég hugsa ekki svona langt fram í tímann," sagði Redknapp.

"Maður veit aldrei hvað gerist í þessari íþrótt. Vissulega gengur vel núna en ég átti líka ekki von á því að fara til Spurs er það kom upp á sínum tíma. Hver átti síðan von á því að Allardyce yrði rekinn? Hlutirnir breytast ótrúlega fljótt í fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×