Enski boltinn

James McFadden með slitið krossband

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
James McFadden.
James McFadden. Nordic Photos / Getty Images

James McFadden verður lengi frá keppni með Birmingham eftir að í ljós kom að hann sleit krossband í hné á æfingu á mánudaginn var.

McFadden kom við sögu í öllum fjórum leikjum Birmingham á tímabilinu til þessa og spilaði einnig með skoska landsliðinu í upphafi mánaðarins.

Hann er 27 ára gamall og mun hitta sérfræðing á mánudaginn og væntanlega ganga undir aðgerð í náinni framtíð.

Óvíst er hvenær hann verður aftur klár í slaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×