Innlent

Fluttur á slysadeild með þyrlu

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ökumaður bíls slasaðist alvarlega þegar bíllinn valt út af veginum i Refasveit, rétt norðan við Blönduós um miðnætti. Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem flutti manninn á slysadeild Borgarspítalans, þar sem læknar tóku á móti honum. Hann mun ekki vera í lífshættu. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×