Enski boltinn

West Ham og Spurs gætu deilt Ólympíuvellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Völlurinn glæsilegi.
Völlurinn glæsilegi.

Framtíð Ólympíuleikvangsins í London sem verður notaður á ÓL árið 2012 er enn í óvissu.

West Ham hefur lengi haft augastað á vellinum eða allt frá því Íslendingarnir tóku við stjórnartaumunum hjá félaginu á sínum tíma.

Tottenham hefur einnig verið að gæla við að flytja sig þangað og nú er svo komið að félögin ræða sín í milli þann möguleika að deila vellinum.

Mannvirkið er hið glæsilegasta og tekur 80 þúsund manns í sæti.

Mun hagstæðara er fyrir félögin að kaupa völlinn saman í stað þess að byggja nýja velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×