Innlent

Ítrekar fyrri yfirlýsingu - lak ekki upplýsingum um Gunnar

Gunnsteinn Sigurðsson
Gunnsteinn Sigurðsson Mynd/Stefán Karlsson

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist ekki hafa lekið upplýsingum um Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóra, til fjölmiðla.

Gunnar sagði á Pressunni í gær að óhróður og rógur hafi einkennt nýafstaðið prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi og að Gunnsteinn hafi komið upplýsingum frá bæjarskrifstofum Kópavogs til fjölmiðla í aðdraganda prófkjörsins í því augnamiði að leggja stein í götu sína.

Í samtali við fréttastofu í gær vísaði Gunnsteinn ásökunum Gunnars á bug og í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér ítrekar hann þá yfirlýsingu.


Tengdar fréttir

Bæjarstjórinn kannast ekki við ásakanir Gunnars

Bæjarstjórinn í Kópavogi kannast ekki við að hafa lekið upplýsingum til að skaða Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóra, í aðdraganda prófkjörs sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem fór fram um helgina. Hann hafi einungis verið að vinna vinnuna sína




Fleiri fréttir

Sjá meira


×