Fótbolti

Blanc segir Frakka ekki eiga neina frábæra leikmenn í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Blanc, þjálfari franska landsliðsins.
Laurent Blanc, þjálfari franska landsliðsins. Mynd/AFP
Laurent Blanc, þjálfari franska landsliðsins, segir landsliðið sitt ekki hafa neina heimsklassa leikmenn en framundan er vináttulandsleikur á móti Englandi á miðvikudaginn.

Laurent Blanc varð bæði Heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu fyrir meira en áratug en núna er hann að reyna að rífa upp franska landsliðið eftir mikið vonbrigðaár.

„Eins og staðan er í dag þá höfum við ekki neina frábæra leikmenn í landsliðinu," sagði Laurent Blanc.

„Florent Malouda og Franck Ribery eru nálægt því að teljast til slíkra leikmanna og Samir Nasri er á leiðinni í þann hóp. Við verðum að vera þolinmóðir og hjálpa þeim að blómstra," sagði Blanc.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×