Innlent

Braut rúður í Stjórnarráðshúsinu

MYND/Sigurjón

Tæplega þrítugur karlmaður gekk berserksgang fyrir utan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu um hálftvö leitið í nótt og braut þar átta rúður með barefli.

Lögreglu var tilkynnt um málið, sem handtók hann á vettvangi og vistaði í fangageymslum. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með þessu, enda var hann í annarlegu ásandi og tjáningin eftir því.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×