Erlent

Smástirni fór nálægt jörðu

Óli Tynes skrifar
Skýringarmynd: NASA
Skýringarmynd: NASA
Smástirni á stærð við flutningabíl fór framhjá jörðu í morgun í um 45 þúsund kílómetra hæð. Það er talsvert nálægt, miðað við stærðir í geimum. Ein af geimratsjám bandarísku geimferðastofnunarinnar sá það fyrst hinn níunda þessa mánaðar. Það hlaut auðkennið 2010 TD54.

Þegar 2010 TD54 var næst jörðu var það yfir Asíu, í grennd við Singapore. Ef smástirni af þessari stærð hefði stefnu á jörðu myndi það brenna upp til agna hátt í gufuhvolfinu og ekki valda neinu tjóni.

Á meðfylgjandi skýringarmynd má sjá tímasetninguna 6:50 a.m. EDT. Þar er átt við Eastern Daylight Time í Bandaríkjunum. Það er fimm klukkustundum á eftir Greenwich tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×