Erlent

Sautján létust í árekstri í Póllandi

Sautján létust í hörðum árekstri sunnan Varsjár í Póllandi í morgun. Slysið varð í svartaþoku þegar vöruflutningabíll fór yfir á rangan vegarhelming og skall framan á smárútu með fullum þunga. Sextán farþegar rútunnar voru látnir þegar að var komið og sá sautjándi lést á spítala. Einn til viðbótar er alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×