Enski boltinn

Shearer mun ekki taka við Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Shearer.
Alan Shearer. Nordic Photos / Getty Images

Alan Shearer hefur útilokað að hann muni taka við liði Blackburn eftir að Sam Allardyce var rekinn þaðan fyrr í vikunni.

Shearer varð á sínum tíma enskur meistari með Blackburn vorið 1995 en hann hefur aðeins einu sinni starfað sem knattspyrnustjóri er hann tók við Newcastle fyrir tveimur árum síðan.

Hans hlutverk var að forða liðinu frá falli en það tókst ekki og hætti hann með liðið eftir að tímabilinu lauk.

Shearer hefur starfað sem knattspyrnusérfræðingur í breska ríkissjónvarpinu og hann var spurður í þættinum Match of the Day í gær hvort það kæmi til greina hjá honum að taka við Blackburn. Það útilokaði hann.

Steve Kean er hefur tekið tímabundið við Blackburn sem gerði í gær 1-1 jafntefli við West Ham.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×