West Ham sló Manchester United út úr enska deildbikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2010 21:40 Jonathan Spector skoraði tvö í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Botnlið West Ham í ensku úrvalsdeildinni tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins eftir 4-0 stórsigur á toppliði Manchester United á Upton Park í kvöld. Jonathan Spector skoraði tvö fyrstu mörkin á móti sínum gömlu félögum og Carlton Cole innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Arsenal komst líka í undanúrslitin eftir 2-0 sigur á Wigan á heimavelli. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gerði tíu breytingar frá því í 7-1 sigri á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni um helgina en aðeins Anderson hélt sæti sínu í liðinu. Ryan Giggs var þó í byrjunarliðinu en hann er að koma til baka eftir meiðsli. Þetta kom í bakið á United sem mátti sætta sig við stóran skell á móti neðsta liðinu í deildinni. Manchester United var ekki búið að tapa á tímabilinu og hafði unnið þessa keppni tvö undanfarin tímabil.Mynd/Nordic Photos/GettyJonathan Spector kom West Ham í 1-0 með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Victor Obinna. Aðeins sex mínútum hafði Obinna skorað sjálfur en markið var dæmt af vegna rangstöðu við litlar vinsældir frá Avram Grant, stjóra West Ham. Það kom þó ekki að sök því West Ham liðið var í miklu stuði í snjókomunni á Upton Park. Jonathan Spector bætti við öðru marki á 37. mínútu þegar boltinn féll fyrir hann í teignum. Spector nýtti sér það og skoraði en hann hafði komið boltanum inn í teig eftir mikinn sprett. Carlton Cole skoraði þriðja markið á 56. mínútu eftir sendingu frá Nígeríumanninum Victor Obinna sem var allt í öllu í mörkum West Ham í kvöld. Obinna lagði líka upp fjórða markið sem Cole skoraði á 67. mínútu.Mynd/Nordic Photos/GettyArsenal vann 2-0 sigur á Wigan á Emirates-vellinum. Fyrra mark Arsenal var sjálfsmark Antolin Alcaraz, leikmanns Wigan, eftir hornspyrnu frá Theo Walcott á 42. mínútu en Nicklas Bendtner innsiglaði síðan sigurinn á 65. mínútu með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Carlos Vela. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Sjá meira
Botnlið West Ham í ensku úrvalsdeildinni tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins eftir 4-0 stórsigur á toppliði Manchester United á Upton Park í kvöld. Jonathan Spector skoraði tvö fyrstu mörkin á móti sínum gömlu félögum og Carlton Cole innsiglaði sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Arsenal komst líka í undanúrslitin eftir 2-0 sigur á Wigan á heimavelli. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gerði tíu breytingar frá því í 7-1 sigri á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni um helgina en aðeins Anderson hélt sæti sínu í liðinu. Ryan Giggs var þó í byrjunarliðinu en hann er að koma til baka eftir meiðsli. Þetta kom í bakið á United sem mátti sætta sig við stóran skell á móti neðsta liðinu í deildinni. Manchester United var ekki búið að tapa á tímabilinu og hafði unnið þessa keppni tvö undanfarin tímabil.Mynd/Nordic Photos/GettyJonathan Spector kom West Ham í 1-0 með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Victor Obinna. Aðeins sex mínútum hafði Obinna skorað sjálfur en markið var dæmt af vegna rangstöðu við litlar vinsældir frá Avram Grant, stjóra West Ham. Það kom þó ekki að sök því West Ham liðið var í miklu stuði í snjókomunni á Upton Park. Jonathan Spector bætti við öðru marki á 37. mínútu þegar boltinn féll fyrir hann í teignum. Spector nýtti sér það og skoraði en hann hafði komið boltanum inn í teig eftir mikinn sprett. Carlton Cole skoraði þriðja markið á 56. mínútu eftir sendingu frá Nígeríumanninum Victor Obinna sem var allt í öllu í mörkum West Ham í kvöld. Obinna lagði líka upp fjórða markið sem Cole skoraði á 67. mínútu.Mynd/Nordic Photos/GettyArsenal vann 2-0 sigur á Wigan á Emirates-vellinum. Fyrra mark Arsenal var sjálfsmark Antolin Alcaraz, leikmanns Wigan, eftir hornspyrnu frá Theo Walcott á 42. mínútu en Nicklas Bendtner innsiglaði síðan sigurinn á 65. mínútu með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Carlos Vela.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Sjá meira