Enski boltinn

City reynir allt til þess að fá James Milner

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
James Milner.
James Milner.
Manchester City ætlar greinilega að reyna allt til þess að fá James Milner, leikmann Aston Villa, í sínar raðir en félagið er nú að undirbúa tuttugu milljón punda tilboð í leikmanninn auk þess að leggja til leikmann sem Aston Villa fær þá í skiptunum. Talið er að einhver af Shaun Wright-Phillips, Stephen Ireland, Micah Richards eða Nedum Onuoha fái að fylgja með þessu tilboði City manna. Líklegt er að félagið leggii fram tilboð sitt í næstu viku en Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vill ólmur ganga frá nokkrum leikmannakaupum áður en að Heimsmeistaramótið byrjar í sumar. James Milner átti gott tímabil með Aston Villa í vetur en hann var kosinn besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni eftir veturinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×